Hvað þýðir eiginlega forláta?
Með Snöru færðu lykilinn að íslensku máli og menningu. Snara er leitarvél fyrir yfir 2 milljónir uppflettiorða í tugum orðabóka og uppflettirita. Snara auðveldar þér að tjá þig í ræðu og riti og að finna rétt orð fyrir samhengið.
Miðeind ehf. gekk á árinu 2025 frá samningi við Forlagið ehf. um kaup á Snöru ehf., sem rekur samnefnt vefbókasafn og á stafrænan birtingarrétt ýmissa þekktra orðabóka og heimilda. Með kaupunum sameinast tvö lykilfyrirtæki á sviði íslenskrar máltækni og stafrænna tungumálalausna með það að markmiði að efla stöðu íslensku í stafrænum heimi.
Snara er frumkvöðull í miðlun stafrænna orðabóka fyrir íslenskt málumhverfi. Í vefgátt fyrirtækisins geta notendur fengið aðgang að víðtæku úrvali orðabóka og málheilda á íslensku og erlendum málum. Krúnudjásn Snöru eru án efa Íslensk orðabók Menningarsjóðs og Ensk-íslensk orðabók með alfræðiívafi. Þá má finna á Snöru orðstöðulykil úr verkum Halldórs Laxness, íslensk-ítalska og íslensk-spænska orðabók og úrval mataruppskrifta, svo fátt eitt sé nefnt.
Kaupin eru liður í langtímastefnu Miðeindar, sem snýr að því að efla íslenska máltækni og tryggja framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi. Engar breytingar verða á þjónustu Snöru fyrst um sinn, en á næstu mánuðum verður unnið að samþættingu kerfa og verður framsetning vefbókasafnsins uppfærð í kjölfarið í takt við nýjustu tækni og þarfir notenda.