Nýtt! Prófaðu Málstað, vettvang fyrir allar helstu vörur Miðeindar.
Viltu skila frá þér fagmannlegri og fínpússaðri texta?
Málfríður notar gervigreind til að greina og lagfæra stafsetningu, málfræði og stíl í texta á augabragði. Málfríður hentar öllum sem vilja lyfta skrifum sínum upp á næsta stig.
Leiðréttingar með hjálp gervigreindar: Málfríður beitir öflugri gervigreindartækni til að greina flóknar málfræði- og stílvillur sem hefðbundin leiðréttingartól koma ekki auga á.
Sniðmát: Texti sem er afritaður inn í viðmót Málfríðar heldur sniðmáti sínu, s.s. feitletrun, leturgerð og öðru í þeim dúr. Það er því auðvelt að láta Málfríði lesa yfir staka kafla í ritgerð eða skýrslu.
Notendavænt viðmót: Málfríður er auðveld í notkun, hvort sem þú ert byrjandi eða sérfræðingur í ritun. Málfríður er hönnuð með þægindi notandans í huga.
Hvernig nota ég Málfríði?
Viðmót Málfríðar er einfalt. Þú getur skrifað beint inn í viðmótið, afritað inn texta eða hlaðið upp skrá. Málfríður tekur fljótt við sér, greinir textann sjálfkrafa og bendir á atriði sem má bæta. Þú færð síðan val um að samþykkja eða hafna tillögum, sem gefur þér fulla stjórn á endanlegri útgáfu textans. Hvort sem þú ert að skrifa bók, undirbúa kynningu, eða vilt einfaldlega skrifa betri tölvupósta, þá er Málfríður öflugt verkfæri sem hjálpar skilaboðum þínum að hitta í mark.