Viltu vinna efnið þitt frá a til ö á einum stað?

Málstaður sameinar allar helstu máltæknilausnir Miðeindar, byggðar á bestu fáanlegu gervigreindartækni fyrir íslensku, í einu notendavænu viðmóti.

Málstaður er búinn mörgum kostum

Málfríður – Yfirlestur og textavinnsla

Öflugt leiðréttingarforrit sem hjálpar þér að skrifa betri texta.

Engar áhyggjur lengur af stafsetningu, málfræði og greinarmerkjum.

Lagfærir stafsetningu, málfræði og stíl á augabragði.

Býr til samantekt og einfaldar texta.

Samheiti og orðskýringar í hliðarstiku auðga texta og orðaforða.


Hreimur – Talgreining og skjátextun

Talgreiningarlausn sem tekur inn mælt mál og skilar út í texta.

Skjátextun og þýðingar fyrir fjölmörg tungumál.

Mælendagreining skiptir texta upp eftir því hver talar.

Tekur við hljóð- og myndbandsskrám á öllum helstu skráarsniðum.

Skilar út hreinskrifuðum texta með greinarmerkjum og hástöfum á réttum stöðum.


Erlendur – Þýðingar á mörgum málum

Þýðingarlausn sem þýðir texta á fjölmörgum málum.

Tekur við textaskrám á öllum helstu skráarsniðum.

Einnig er hægt að skrifa beint í ritil.

Hægt að þýða texta eða skjátexta úr Hreimi.

Notendur geta útbúið eigin orðalista og stjórnað þar með þýðingunni.


Snara – Orðabækur

Stærsta safn rafrænna orðabóka fyrir íslensku.

Yfir 2 milljónir uppflettiorða í tugum rita, m.a. Íslenskri orðabók Menningarsjóðs og samheitaorðabók.

Fjölmála orðabækur milli íslensku og ensku, dönsku, pólsku, spænsku, þýsku, frönsku, ítölsku og grísku.


Netskrafl – Orðaleikir

Leikmenn geta skraflað við miserfiða þjarka eða hvor við annan.

Hægt að hafa margar viðureignir í gangi samtímis.

Gáta dagsins er dagleg krossgátuþraut sem snýst um að finna stigahæstu skrafllögnina.