Nýtt! Prófaðu Málstað, vettvang fyrir allar helstu vörur Miðeindar.
Tækniteymi
Róbert vinnur að hagnýtingu gervigreindar, m.a. með tengingum milli gervigreindarlíkana okkar og annars hugbúnaðar. Hann er með MSc gráðu í „Complex adaptive systems“ frá Chalmers-háskóla í Svíþjóð og BSc í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann er mikill prjónamaður og lestrarhestur og skemmtir sér oft í spilum og hlutverkaleikjum, en hefur jafnframt veikan blett þegar kemur að slæmum raunveruleikaþáttum.