Nýtt! Prófaðu Málstað, vettvang fyrir allar helstu vörur Miðeindar.

Miðeind á UTmessu 2025

Hin árlega UTmessa fór fram í 15. sinn í Hörpu 7. og 8. febrúar sl. og var Miðeind með áberandi viðveru á viðburðinum þetta árið.

Við vorum með sýningarbás báða dagana þar sem við kynntum Málstað við góðar undirtektir gesta og gangandi. Jafnframt hélt Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar, erindi í Eldborg undir heitinu Nýtum gögnin betur: Snjallar aðferðir í gervigreindarþróun.

Á UTmessunni koma saman helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins til að deila nýjungum, hvetja fólk til að kynnast iðnaðinum og sýna hvað tæknin getur gert fyrir daglegt líf. Af þessu tilefni tóku Ský og Advania á Íslandi höndum saman og héldu úti beinni hlaðvarpsútsendingu frá Hörpu þar sem rætt var við nokkra fyrirlesara ráðstefnunnar, þ.á.m. Lindu.

Advania LIVE útsendingunni stýrðu Sylvía Rut Sigfúsdóttir, samskipta- og kynningarstjóri Advania, og Stefán Gunnlaugur Jónsson frá UTvarpinu, hlaðvarpi Ský. Viðtalið við Lindu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

shape

Efnisorð:
Deildu þessari grein: