Nýtt! Prófaðu Málstað, vettvang fyrir allar helstu vörur Miðeindar.

Miðeind með erindi á UTmessunni

Miðeind hefur verið reglulegur þátttakandi í UTmessunni, stærstu ráðstefnu fyrir fagfólk í upplýsingatækni á Íslandi, undanfarin ár. Nýlega bárust þær ánægjulegu fréttir að erindi Þorvalds Páls Helgasonar, tæknistjóra Miðeindar, hefur verið samþykkt til þátttöku á næstu ráðstefnu, sem fer fram í febrúar.

Stutt lýsing á erindinu er hér að neðan en nánar má lesa um það hér.

Risamállíkön og íslensk menning: Hvar kreppir skóinn?

Allmörg gervigreindar-mállíkön hafa komið fram síðastliðið ár, sem sýna merki um menningarlegan skilning og geta sinnt ýmsum verkefnum. Skoðað verður hvernig mæla má málskilning og málmyndunargetu líkananna, og þekkingu þeirra á íslenskri menningu, til að leggja grunn að endurbótum. Einnig verður veitt innsýn í stöðu íslenskrar tungu og menningar í þessari tækni og hvar áskoranir liggja. Loks verður sagt frá fjölþjóðlegu samstarfsverkefni um þróun á germönsku risamállíkani þar sem íslenska verður frá upphafi höfð í fyrirrúmi.

Efnisorð:
Deildu þessari grein: