Nýtt! Prófaðu Málstað, vettvang fyrir allar helstu vörur Miðeindar.
Ritsjórn
18.12.2023
Miðeind er í hópi styrkþega Tækniþróunarsjóðs þetta árið. Verkefni Miðeindar var eitt af 18 verkefnum sem fengu styrk úr Vexti, en 80 umsóknir voru sendar inn.
Styrkurinn gerir Miðeind kleift að setja enn meiri kraft í Svark, tól fyrir spurningasvörun sem byggir á sérsmíðuðu greypingalíkani Miðeindar. Styrkurinn er því frábærar fréttir fyrir íslenska máltækni og gervigreind.
Tækniþróunarsjóður er samkeppnissjóður sem styður rannsóknir og þróunarstarf sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi, en styrktarflokkurinn Vöxtur er ætlaður þróunarverkefnum sem eru komin af frumstigi hugmyndar. Hér má lesa um þau verkefni sem hlutu styrk.
Hér má finna myndband sem lýsir virkni Svarks.