Framtíð íslenskrar máltækni: Spjall um Snöru, Málstað og næstu skref Miðeindar á Rás 1

Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar, var gestur í Samfélaginu á Rás 1 í gær, 13. nóvember 2025. Í viðtalinu fór hún yfir stöðu íslenskrar máltækni og ræddi meðal annars nýleg kaup Miðeindar á Snöru, leitarvél fyrir yfir 2 milljónir uppflettiorða í tugum orðabóka og uppflettirita, sem áður var í eigu Forlagsins. Kaupin eru stórt skref fyrir Miðeind og skýrt merki um að fyrirtækið sé að efla og styrkja stoðir íslenskrar máltækni til framtíðar.

Linda greindi jafnframt frá þeim verkefnum sem nú eru í vinnslu hjá Miðeind og því sem er fram undan. Fyrirtækið vinnur að því að tengja Snöru inn á Málstað, vettvang Miðeindar fyrir máltæknilausnir sínar, þannig að orðabækurnar nýtist þar við textavinnslu og auki til muna þjónustuúrval Málstaðar.

Hlusta má á viðtalið hérna: https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/b718d4

Skráðu þig á póstlistann okkar!

Efnisorð:
Deildu þessari grein: