Nýtt! Prófaðu Málstað, vettvang fyrir allar helstu vörur Miðeindar.
Framkvæmdastjóri
Linda er framkvæmdastjóri (CEO) Miðeindar og heldur utan um stjórnun og rekstur fyrirtækisins. Hún er með MA og PhD gráður í málvísindum frá Cornell-háskóla og BA gráðu í íslensku, með latínu sem undirgrein. Linda kom til Miðeindar frá Bandaríkjunum þar sem hún starfaði um árabil við verkefnastjórnun í máltæknigeiranum. Hún er mikill aðdáandi hlaðvarpa og nýtir hvert tækifæri til þess að hlusta á eitthvað fróðlegt. Henni finnst líka gaman að lesa og spila tennis.