Hafðu samband ef þú vilt ræða þjónustumöguleika

Hafðu samband
Málfríður

Viltu finna upplýsingar á skilvirkan hátt?

Á tímum stöðugs upplýsingaflaums getur verið krefjandi að finna réttar og viðeigandi upplýsingar á knöppum tíma. Svarkur gerir það auðveldara en nokkru sinni fyrr að finna svör. Svarkur er leiðandi lausn í leitartækni sem gerir starfsfólki og öllum almenningi kleift að nálgast þekkingu með lágmarks fyrirhöfn úr þekkingargrunnum þínum. Svarkur hentar fyrirtækjum og stofnunum sem vilja gera enn betur við viðskiptavini sína í upplýsingagjöf og auka skilvirkni starfsmanna sinna.

Svarkur er búinn mörgum kostum

Samskipti á mannamáli: Þú þarft ekki að tileinka þér sérstakan orðaforða til að geta notað Svark, heldur getur þú spurt á eðlilegu máli sem þér er tamt. Svarkur svarar á skýrri og knappri íslensku, eða öðrum tungumálum ef óskað er.

Öflug leitartækni: Svarkur notar nýjustu gervigreindartækni til að skila nákvæmum og viðeigandi niðurstöðum.

Notendavænt viðmót: Svarkur býður upp á notendavænt viðmót sem gerir öllum kleift, óháð tæknikunnáttu, að nýta sér öfluga leitarmöguleika vörunnar.

Fjöltyngi: Svarkur styður mörg tungumál, sem gerir hann að verkfæri sem hentar fjölbreyttum þörfum. Hægt er að spyrja spurningar og fá svar á umbeðnu tungumáli, upp úr gagnagrunnum sem geta verið á öðru tungumáli.

Tenging við þekkingargrunna: Svarkur getur tengst ólíkum gerðum gagnagrunna og þekkingargrunna, hvort sem um er að ræða innri skjalasöfn fyrirtækja, SQL-gagnagrunna eða PDF-skjöl.

Sameining þekkingar: Oft fela upplýsingar sig á mörgum stöðum og einhverjar eru jafnvel úreltar. Svarkur horfir til margra heimilda í einu þegar svar er myndað, og getur tekið tillit til aldurs heimilda þegar vægi þeirra er metið.

Samhengi fyrri fyrirspurna: Ef svar sem fæst er ekki fullnægjandi, er hægt að spyrja áfram og nákvæmar. Svarkur tekur tillit til fyrra samhengis í samtali í svörum sínum.

Áreiðanleiki svara: Svarkur skilar þeim heimildum sem notaðar voru til að vinna svarið. Þannig getur notandi sannreynt svarið og kynnt sér ítarefni. Ef engar heimildir finnast fyrir svari, skilar Svarkur stöðluðu svari þess efnis í stað þess að fleipra. Þannig fer Svarkur ekki út fyrir hlutverk sitt og býr ekki til svör sem byggja á sandi.

Hvernig virkar Svarkur?

Þú setur það sem þú vilt leita að inn í viðmótið og Svarkur sér um rest. Svarkur greinir fyrirspurn þína og skilar þér hnitmiðuðum og gagnlegum niðurstöðum á því tungumáli sem við á. Svarkur finnur réttu upplýsingarnar og gerir þekkingarleitina þína skilvirkari, þannig að þú getir eytt minni tíma í að leita og meiri tíma í að nota þá þekkingu sem þú finnur. Hvort sem þú leitar svars við flókinni vísindaspurningu, þarft upplýsingar fyrir viðskiptaákvörðun, eða einfaldlega vilt dýpka skilning þinn á ákveðnu efni, þá er Svarkur lausnin fyrir þig.

Svarkur er aðgengilegur í gegnum API-aðgang eða í gegnum sameiginlega lausn Miðeindar og Cludo. Hafið samband við okkur á mideind@mideind.is til að ræða þjónustumöguleika.

Það er gaman í vinnunni