
Það er gaman í vinnunni
Hjá Miðeind starfar þéttur og öflugur hópur fólks með brennandi áhuga á máltækni og gervigreind. Við segjum stundum að við störfum á mörkum rannsókna og hagnýtingar, og þar er gaman að vera. Við tókum þátt í fimm ára máltækniáætlun stjórnvalda, þar sem unnið var að kjarnaverkefnum og innviðum fyrir íslensku. Við þróum jafnframt vörur og þjónustu sem byggja á nýtingu þessarar nýju og spennandi tækni til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulíf. Ef þig langar að slást í hópinn skaltu endilega senda okkur póst á starf@mideind.is!
Störf í boði
Rannsakandi í gervigreind (Risamállíkön)
Miðeind óskar að ráða rannsakanda til starfa við spennandi og framsækið þriggja ára samevrópskt rannsóknarverkefni sem unnið er í samstarfi við innlenda og erlenda háskóla og fyrirtæki. Verkefnið tengist þróun og þjálfun risamállíkana (e. llarge language models, LLMs), í fyrstu atrennu fyrir germönsk tungumál, með áherslu á opinn aðgang, áreiðanleika og sjálfbærni.
Þau sem hafa þekkingu á og/eða reynslu af gervigreind, máltækni og mállíkönum eru sérstaklega hvött til að sækja um. Hér gefst gullið tækifæri til að vera í broddi fylkingar þegar kemur að máltækni og gervigreind.
Machine Learning Researcher in Large Language Models (LLMs)
Miðeind is looking for a Machine Learning Researcher to work on an exciting new 3-year international research project funded by the European Commission which focuses on the development of Large Language Models (LLMs). The project is a collaboration with both local and international universities and institutions.
The main objective of the project is the development of an open, trustworthy, and sustainable LLM, initially targeting Germanic languages. This is a unique opportunity to have a big impact on AI and language technology solutions for low-resource languages such as Icelandic, so we encourage candidates with expertise in Machine Learning, Language Technology and LLMs to apply.