Það er gaman í vinnunni

Það er gaman í vinnunni

Hjá Miðeind starfar þéttur og öflugur hópur fólks með brennandi áhuga á máltækni og gervigreind. Við segjum stundum að við störfum á mörkum rannsókna og hagnýtingar, og þar er gaman að vera. Við tókum þátt í fimm ára máltækniáætlun stjórnvalda, þar sem unnið var að kjarnaverkefnum og innviðum fyrir íslensku. Við þróum jafnframt vörur og þjónustu sem byggja á nýtingu þessarar nýju og spennandi tækni til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulíf. Ef þig langar að slást í hópinn skaltu endilega senda okkur póst á starf@mideind.is!

Starfstækifæri

Engar stöður eru lausar í augnablikinu.